mánudagur, desember 27, 2004

ÁRAMÓT = LETS BOMB THE BLUES AWAY
"Alger bomba! Segi það og skrifa það, B-O-B-A!" (Bubbi Morthens)


Ein fyndnasta mynd sem ég hef fundið á netinu...



Alltaf klassískur

fimmtudagur, desember 23, 2004

VINCENT VEGGFÓÐUR



Ef þið hafið ekki séð stuttmyndina Vincent eftir Tim Burton þá mæli ég með því að áramótaheitið verði að sjá þá snilld 2005. Áður en horft er á stuttmyndina þá er ráð að hafa lesið Hrafninn eftir Edgar Allan Poe.

Tim Burton fékk meðal annars hryllinginn hann Vincent Price til að lesa textann í myndinni. Vincent mun hafa einhverntíma látið það út úr sér að það hafi verið einhver mesti heiður sem honum hafi verið sýndur. Ég veit ekki með það en engu að síður svífur andi Vincents svo sannarlega yfir myndinni... Duh!

Í anda jólanna ákvað ég að útdeila gleðinni og henda inn veggfóðri (Wallpaper) sem ég gerði fyrir mörgum árum um Vincent.

Smelltu hér til að ná í veggfóðrið úr Vincent (1600 x 1200 px)


And my soul from out that shadow that lies floating on the floor
Shall be lifted - nevermore!

föstudagur, október 29, 2004

sunnudagur, október 10, 2004

TOM KRÚS EÐA STAUP?

föstudagur, október 08, 2004

MAÐUR GETUR AÐEINS LÁTIÐ SIG DREYMA


fimmtudagur, október 07, 2004

MENN ÁRSINS






föstudagur, september 03, 2004

HELVÍTIS PULSAN
Ætli Bæjarins Bestu setji aðra auglýsingu í umferð?

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

CLINTONINN vs. BIG MAC

Bæjarins bestu eru núna farnir að bjóða upp á nýja samsetningu sem þeir kalla Clintoninn. Clintoninn er víst pulsa með sinnepi og engu öðru... Þessi snilld verður sennilega flaggskip pulsusala ásamt einni með öllu héðan í frá, líkt og Big Mac er flaggskip McDonalds. Og núna í morgun eru SS og Bæjarins bestu með heildsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu (og sennilega hinum blöðunum líka)... Svolítið hallærislegt en samt... gargandi snilld hversu lágt við Íslendingar getum lagst.




Hugleiðing dagsins

Hvernig látast menn í launsátri?



...
..
.

laugardagur, maí 15, 2004

ÓMÁLEFNALEG UMRÆÐA

Djöfull er ég orðin leiður á þessaru umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Ég er alfarið á móti þessu frumvarpi svo og mörgum öðrum frumvörpum sem þessi ríkisstjórn hefur lagt fram. Samt verð ég að segja að persónulega finnst mér Steingrímur fara offari með ómálefnalegri umræðu (Gunga og Drusla) sem skemmir fyrir málstaðnum. Svona sandkassaleikur af því að Steingrímur er á móti Davíð... Solla er á móti Sjálfstæðisflokknum og krefst þess að Björn síns tíma segi af sér... ekki af því að það sé einhver siðfræði á bakvið þessar kröfur... Æi ég er búin að fá uppí kok af þessu pakki sem getur ekki tekið afstöðu án þess að bera hana saman við flokkslínuna.

Það pirrar mig óendalega í kosningum að ógildir seðlar skuli vera lagðir að jöfnu með auðum í talningu... Með því er verið að taka vígtennurnar úr þeim sem vilja senda pólitísk skilaboð með því að skila auðu. Þar með eru þessi atkvæði sett í hóp með þeim sem kunna ekki að kjósa...

Engu að síður tek ég þátt í þessari ómálefnalegu umræðu með þessu síðasta listaverki mínu...

Vinir... Ég færi ykkur...

GUNGA DABBI



Fyrir þá sem eru ekki nógu vel að sér í kvikmyndasögunni þá er hérna orginal veggspjaldið sem ég var að herma eftir.



...

föstudagur, apríl 23, 2004

SPEELBERG? þekkihannekki!



...

sunnudagur, apríl 11, 2004

laugardagur, apríl 03, 2004



Quote
I would never die for my beliefs because I might be wrong.
Bertrand Russell (1872 - 1970)

...

miðvikudagur, mars 31, 2004



Quote
You can't build a reputation on what you are going to do.
Henry Ford (1863 - 1947)

...

mánudagur, mars 29, 2004



Quote:
"A man is successful if he gets up in the morning and gets to bed at night, and in between; does what he wants to do."
Bob Dylan

...

föstudagur, mars 12, 2004



...

sunnudagur, mars 07, 2004

MEIRA FÓTBOLLTAGRÍN

Ástæðan fyrir því að Brasilía vann Tyrkland





...
BRASILÍA GEGN ARGENTÍNU

Fyrir landsleik milli Argentínu og Brasilíu birti smokkafyrirtæki frá Argentínu þessa auglýsingu í dagblöðum. Tilgangurinn var að sýna hvernig Argentínumenn myndu fara með landslið Brasilíu.



Brasilía vann leikinn og fótboltasambandið birti því þessa auglýsingu sem svar.



...

miðvikudagur, mars 03, 2004

SÍMINN vs. BRITISH TELECOM

Hefur einhver tekið eftir hversu nýja logoið hjá Símanum er líkt British Telecom logoinu?

Berið þau saman... merkilega lík þegar maður fer að skoða þau.



...

laugardagur, febrúar 21, 2004

PI DARKBASTARD

Geri ekkert annað en að vinna þessa dagana. Vil samt benda á Darkbastard félaga minn sem klúðraði illilega rannsókn sinni á stóra morðmálinu... eða slysinu... eða... eða...




...
..
.