Bæjarins bestu eru núna farnir að bjóða upp á nýja samsetningu sem þeir kalla Clintoninn. Clintoninn er víst pulsa með sinnepi og engu öðru... Þessi snilld verður sennilega flaggskip pulsusala ásamt einni með öllu héðan í frá, líkt og Big Mac er flaggskip McDonalds. Og núna í morgun eru SS og Bæjarins bestu með heildsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu (og sennilega hinum blöðunum líka)... Svolítið hallærislegt en samt... gargandi snilld hversu lágt við Íslendingar getum lagst.

Hugleiðing dagsins
Hvernig látast menn í launsátri?

...
..
.