laugardagur, maí 15, 2004

ÓMÁLEFNALEG UMRÆÐA

Djöfull er ég orðin leiður á þessaru umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Ég er alfarið á móti þessu frumvarpi svo og mörgum öðrum frumvörpum sem þessi ríkisstjórn hefur lagt fram. Samt verð ég að segja að persónulega finnst mér Steingrímur fara offari með ómálefnalegri umræðu (Gunga og Drusla) sem skemmir fyrir málstaðnum. Svona sandkassaleikur af því að Steingrímur er á móti Davíð... Solla er á móti Sjálfstæðisflokknum og krefst þess að Björn síns tíma segi af sér... ekki af því að það sé einhver siðfræði á bakvið þessar kröfur... Æi ég er búin að fá uppí kok af þessu pakki sem getur ekki tekið afstöðu án þess að bera hana saman við flokkslínuna.

Það pirrar mig óendalega í kosningum að ógildir seðlar skuli vera lagðir að jöfnu með auðum í talningu... Með því er verið að taka vígtennurnar úr þeim sem vilja senda pólitísk skilaboð með því að skila auðu. Þar með eru þessi atkvæði sett í hóp með þeim sem kunna ekki að kjósa...

Engu að síður tek ég þátt í þessari ómálefnalegu umræðu með þessu síðasta listaverki mínu...

Vinir... Ég færi ykkur...

GUNGA DABBI



Fyrir þá sem eru ekki nógu vel að sér í kvikmyndasögunni þá er hérna orginal veggspjaldið sem ég var að herma eftir.



...